Ískönnun á Sólheimajökli 15.des 2011

Ísklifur á Sólheimajökli hefur í gegnum tíðina verið stundað í rigningatíð og sem upphitun fyrir komandi vetur. Ég var staddur í leit á Sólheimajökli ásamt Páli margrómaða Sveinssyni þegar á sama tíma við sáum rosalegan foss um 6km frá  jökulsporðinum. Við hugsuðum báðir með okkur að þetta þyrfti nú að klifra einhvern daginn.

Það var pínu vesen að finna sameiginlegan frítíma og aðstæður svo allt þurfti að smella. Með smá mauvi náðum við að koma saman “dream teaminu” sem saman stóða af mér, Sigga og Palla gamla. Þar sem við áttum langan akstur fyrir höndum og endalaust labb var keyrt af stað á fasista tíma 0600 sharp. Þetta byrjaði nú ekkert rosalega vel þegar við vorum að koma í gegnum Hvolsvöll þá byrjaði bíllinn að öskar á okkur og hristast með tilheyrandi olíubrunafýlu…framdrifið á Sukkunni hans Palla var komið í skrall. Við skelltum honum í afturdrif og héldum áfram. Bíllinn rétt tussaðist inn slóðann í snjónum og það eina sem kom okkur inneftir var ákveðin í honum Palla.

Undir jöklinum var skíðunum skellt undir og þrammað af stað. Með þræðingum milli jökuldrýla og sprungna náðum við að elta skafla alla leið upp jökulinn. Eftir rúmlega 2ja tíma hörkuplamp fórum við að sjá leiðina. Okkur til mikillar vonbrigða þá náði 80m fríhangandi kertið mitt ekki niður og ógerningur var að klifra leiðina. Better luck next time. Það var ekkert annað að gera en að slíta skinnin undan og skíða niður bláan ísinn í átt að “backup” leiðinni.

Rosalega formfagur lína í klettunum vestan megin þar sem skarðið þrengist í jöklinum. Línan liggur upp rás í móberginu og varð úr hið skemmtilegasta klifur. Palli leggur af stað og hafði gripið eitthvað af skrúfum með sér. Af því að þetta var nú í léttari kanntinum þá píndum við gamla til að klifra alveg upp að flotta kaflanum í einnis spönn og hann var kominn upp ca 100m síðar með okkur í eftirdragi. Þegar Siggi fór að raða á sig skrúfum og dóti  fyrir næstu spönn kom skrýtinn svipur á hann…erum við bara með 8 skrúfur ? Fyrir einhvern misskilning þá varð helmingurinn af draslinu eftir undir leiðinni. Við Palli töldum Sigga trú um að þetta væri nú bara af góðum vilja gert til að æfa toppstykkið. Haftið var hið reffilegasta og áttum við Palli gott social samhliða klifur upp til Sigga.

Við drifum okkur í að síga niður á meðan það var einhver ljóstýra eftir svo við gætum nú skíðað með góðu móti á milli sprungnanna. Við vorum nokkuð snöggir að skíða niður enda afskaplega lítill núningur í klakanum og maður kemst alveg rosalega hratt !

Fegnir að komast niður í bíl beið okkar svo mjög svo laskaða framdrif á bílnum hans Palla og við komumst ekki hraðar ef 50km/klst milli þess sem hann snarhemlaði og stoppaði út í kant því bíllinn var að hristast í sundur. Þetta var án efa skemmtilegasta bílferð lífs míns.

4 thoughts on “Ískönnun á Sólheimajökli 15.des 2011

  1. Pingback: Sólheimaglott | Ísalp

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s