Kirkjubæjarklaustur – ís-manns æði

Eftir dágóðan frostakafla ákváðum ég, Ági og James að skella okkur austur á Klaustur þann 7.des-9.des 2011 að berja ís. Sögurnar segja að þar sé ógrynni af óförnum línum og vorum við sko langt frá því að vera sviknir. Það var bókstaflega ís út um allt og var það ákveðið lúxusvandamál að geta ekki valið úr leiðum

Ísklifur útfyrir komfort sónið í kringum höfuðborgina er alltaf spennandi. Að keyra út í óvissuna og vita lítið hvernig aðstæður eru og mögulega fórna klifrutíma í leit að nýju og spennandi stöffi. Ági var svo sannarlega búinn að vinna heimavinnuna fyrir þessa ferð. Eftir að hafa legið yfir verðurritum, ljósmyndum og spjallað við bændur var ákveðið að kýla á þetta þar sem sögusagnir voru um að þarna væri hellingur af óklifruðum leiðum.

Ági býr svo vel að vera ættaður frá þessu svæði og fengum við að gista í gömlu fjölskylduhúsi við bæinn Múlakot sem byggt var í kringum 1920. Það fór vel um okkur, en það tók ekki nema hálfa ferðina að hita húsið almennilega upp. Fyrsta daginn stefndum við á Hörgsárglúfur sem er mitt á milli Klausturs og Foss á Síðu. Múlakot er beint undir gljúfrinu svo það tók ekki nema nokkrar mínútur að ganga inn að gili.

Það var bókstaflega ís út um allt af öllum erfiðleikastigum. Brjáluð fríhangandi kerti og léttir 2-3ja spanna fossar. Við áttum í miklum erfiðleikum með að velja okkur leiðir því það var hreinlega bara of mikið af þeim. Það vantaði nokkra daga upp á að erfiðustu leiðirnar í gljúfrinu myndu detta í aðstæður svo það auðveldaði þetta aðeins. Við klifruðum 2 nýjar leiðir þennan daginn og fengu þær nafnið Jameson WI4, 120m og Launhálka WI4, 40m. Áin í gljúfrinu er ferkar vatnsmikil og það var stundum ansi vafasamur ballett að komast inn gljúfrið. Ísinn hélt þó að mestu leyti en einhverjir þurftu að vinda úr sokkunum eftir daginn.

Á milli Múlakots og Foss á Síðu vorum við búnir að sjá nokkra flotta fossa. Snilldin við þetta svæði er að maður þarf ekki að labba neitt. Þetta er svo mikið roadside að það er nánast hægt að tryggja út um gluggan á bílnum. Við klifruðum 2 nýjar leiðir á þessu svæði Hrói Höttur WI4 80m og Réttarballið WI4 60m. Sú þriðja var við Slyðrugil inn af Hverfisfljóti, Öskubakkinn WI4, 120m

Seinasta daginn var stefnan tekin á klettana í Geirlandi beint fyrir ofan Kirkubæjarklaustur. Eftir miklar pælingar á myndum af leiðum sem höfðu verið klifraðar á svæðinu völdum við okkur línur og skelltum okkur af stað. Það var hrikalega kalt úti og mikill vindur. Hendur og tær fljótar að verða kaldar og hið margrómaða naglakul var handan við hornið. Ég byrjaði á að klifra leiðina Sexí WI6 (var í WI5+ aðstæðum). Þetta er með formfagurri leiðum á svæðinu og algert eðal klifur. Ég hélt reyndar að Sexí væri næsta leið vinstramegin en það er önnur saga. Því næst fórum klifruðum við nýja leið sem heitir Miðmundarfoss WI4. Frábær leið með skemmtilegan blómkálskarakter. Fossinn er töluvert vatnsmikill svo toppurinn var rosalega þunnur. Það þurfti að læðast á skelinni til að detta ekki í gegn, tómahljóðið var mjög tómt og ísinn svo tær að það mátti sjá fossin falla á bakvið örfáa sentímetra af ís.

Ég endaði svo daginn á því að fara í að ég hélt nýja leið en við nánari skoðun á myndum og þess háttar komst ég að því að þetta var Smjör er fjör WI5+ ef ég man rétt. Klifrað upp grannt kerti, upp skoru í þunnum ís og endar í yfirhangandi regnhlífum. Var ekki svikinn af þessu og skemmti mér hrikalega vel.

VIð klifruðum þá í heildina 6 nýjar leiðir og voru flestar meira en ein spönn. Það verður ekki annað sagt en að túrinn hafi heppnast vel og ég á klárlega eftir að koma þangað aftur.

2 thoughts on “Kirkjubæjarklaustur – ís-manns æði

  1. Pingback: Sexí | Ísalp

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s